Tuesday 12 May 2009

Landsbyggðarpúki í útlöndum.

Ég hef nokkrum sinnum á seinustu þremur árum orðið fimm ára aftur.
Þegar ég keyrði inn til Berlínar og í skógargöngu í skógi rétt fyrir utan Norrköping.
Í Berlín voru það byggingarnar. Ég hafði aldrei séð jafn stórar og voldugar byggingar. Í skóginum var það upptalningin á dýrunum sem finnast þar og í Svíþjóð yfir höfuð. Satt að segja varð ég pínu vænisjúkur, bjóst við að villisvín myndi stökkva fram úr runnanum og og byrja að naga á mér lappirnar, kalla svo á vin sinn gaupuna sem kæmi hlaupandi á mig og klóra mig í andlitið.

Heima á Íslandi er ekkert svona! Það sem manni er kennt að vera hræddur við eru hlutir og verur sem mögulega eru ekki til. Grýla, jólaköttur og marbendlar.
Ég varð satt að segja geðveikislega spenntur og fannst veran í skóginum ofboðslega súrrealísk.
Miðað við útlönd er Ísland svo mikið...ekkert.

Í bæði skiptin leit manneskjan sem ég var með á mig einsog ég væri eitthvað vængefinn. Ég flissaði á mig af því að mér fannst þetta svo geðveikt.

Sama henti mig þegar ég var á göngu síðla kvölds í úthverfi í Árósum. "Hvaða tíst er þetta?" spurði ég. "Æ, þetta eru bara leðurblökurnar." Fullkomlega eðlileg setning á íslensku!

"Eru engin lífshættuleg dýr á Íslandi?". "Tja, ef þú tapar í slag við ref, áttu hvort eð er ekki skilið að lifa. Þannig nei."

Flytum inn ísbirni! Án þeirra er Ísland ekkert.

No comments:

Post a Comment

Followers

About Me

My photo
Eyrbekkingur/ Ísfirðingur í hljóðtækninámi í Stokkhólmi. Stofnmeðlimur Frjálsu frelsishreyfingar Eyrarbakka!