Wednesday 20 May 2009

Kobra á Íslandi

Kóbran tekur púlsinn á listalífinu á Íslandi á þessum umbrotatímum!

http://svtplay.se/t/102858/kobra

Góður þáttur. Allir Íslendingarnir tala ensku nema einn.
Veit ekki, kannski er það efni í annað spjall, en ég skammast mín stundum fyrir Íslendinga sem kunna allavega ekki einhverja smá skandinavísku. Algjörlega að ástæðulausu, er ekki að segja að þeir séu eitthvað síðri fyrir vikið. Og það er ábyggilega frekar eðlilegt að svo fáir kunni eitthvað. Kannski finnst mér við bara útundan eða eitthvað. Danskan, sænskan og norskan liggja það nálægt hvort öðru að það er a.m.k. léttara (af því sem ég hef séð/ heyrt) fyrir þessar þjóðir að skilja hvor aðra. En ekki Íslendingar, að undanskildum þeim sem hafa búið í skandinavíu eða lögðu sig virkilega fram í náminu í grunn- og framhaldsskóla.

Ég er að sjálfsögðu bara að tala útfrá mínu eigin hjarta, en af einhverri skrýtinni ástæðu finnst mér einsog það sé skylda hvers Íslendings að tala annað norrænt tungumál, af því að við erum best og ættum þá að geta gert okkur skiljanleg á einhverri norrænunni, ekki álfa-ensku; verh the kar djöst hitted the oðer kar bíkos off oll ðe kláds, jú nóf! Ðe þoka.

Sem er auðvitað fáránlegt, það talar enginn íslensku fyrir utan okkur og nokkra útlenska tungumálaperra.

Enívei! Kóbra!!!


http://svtplay.se/t/102858/kobra

1 comment:

  1. Álva-enskan is one of your specialties and trademarks (ever come across an interview with Björk, Sigur Rós or Amína?). Buy it, man! And keep up the good work with your Scandinavian ;)

    /Anna.

    ReplyDelete

Followers

About Me

My photo
Eyrbekkingur/ Ísfirðingur í hljóðtækninámi í Stokkhólmi. Stofnmeðlimur Frjálsu frelsishreyfingar Eyrarbakka!