Friday 8 May 2009

Emó - Kántrí

Kántrí! Það er skondið fyrirbæri. Ein af, ef ekki sú stærsta, tónlistarstefna í Bandaríkjunum. Kántrí á sér langa sögu, varð til úr samsuðu af Amerískri þjóðlagahefð (Blágras) og blúsi (beygist það svona?).
Kántrí var í byrjun frekar einfalt tónlistarform, oft bara fiðla og/eða gítar. Þriggja hljóma fyrirbæri. En einsog allt annað þróaðist kántrí, blandaðist rokki, poppi, djassi m.a. Og öll vitum við hvað kántrí er í dag. Þúsund milljón "kántrí-stjörnur" sem hljóma (flest)allar eins.
Þeir meiga þó eiga það, Nashville-búar, eða öllu heldur hljóðtæknimennirnir sem taka kántríið upp, að þeir kunna sitt fag. Mörg kántrílög eru sykurhúðuð, hálf sterílt hljóð, ekkert rými fyrir mistök. En þeim tekst oft mjög vel upp, þá aðallega á kassagíturum. Einnig brassið í Baggalútslögunum (það er tekið upp í Nashville), það kreistir fram tár, jafnvel í sterkustu mönnum.
Ég ætla ekkert að fara út í djúpar umræður, né þykist ég vita eitthvað sérstaklega mikið um kántrí.
En eitt þykist ég vita eða ellegar sjá á sjóndeildarhringnum(!)

Tónlistarstefnan sem fólk vill oftast kalla Emo er að fara sömu leið!
Það hefur reyndar þegar gerst. Sveitir einsog Paramore, MCR ofl. eru löngu komnar inn í meginstrauminn. Án þess að gera lítið úr "list" þeirra.

Smá útúrdúr.
Emo, einsog margir vita er stytting á emotional. Það sem flestir vilja kalla emo er í raun tilfinningaþrungið pop/rokk/post-pönk. Orðið emo er í raun ekki hægt að nota bara yfir þessa tegund tónlistar. Nina Simone var t.d. að mínu mati, mjög emo á köflum. Blús er emo, reyndar er næstum öll tónlist emo,Walking on Sunshine er emo, svo lengi sem hún er full af tilfinningum, gleði, sorg ofl. Að vera emo einskorðast ekki við biturleika eða sjálfsvorkun.

Allavega, í byrjun var "emo" költ. Neðanjarðar. Sveitir einsog Indian Summer ofl. Hópur krakka sem sungu söngva um vanlíðan sína. Og þegar tónlistarstefna snýst um eitthvað svona basic einsog einstaka tilfinningu, skil ég vel að hún laði að sér fólk.

Alveg einsog kántrí. Í upphafi var kántrí einungis söngvar um hversu erfitt lífið var/er. Eitthvað sem getur verið mjög auðvelt að tengja við. Aðalpunkturinn í þessu bloggi er að ég tel að emo sé nýja kántríið. Það er reyndar byrjað að gerast og eftir 20 ár býst ég við að emo taki við af kántríi.
Sérstakir vinsældarlistar, emo - vinsældarlistar og þar fram eftir götunum.
Og þá förum við að sjá og heyra af nýjustu Emo-stjörnunum.
Taylor Swift emosins, Garth Brooks emosins (honum hlakka ég til að heyra í).
Svo koma einhverjir nettir dúettar a la Dolly Parton og Kenny Rogers að taka Islands in the Stream.
Get ekki beðið!

2 comments:

  1. Fínasti pistill hjá þér Jói. Hann myndi sóma sér vel í aftari hluta morgunblaðsins.

    ReplyDelete

Followers

About Me

My photo
Eyrbekkingur/ Ísfirðingur í hljóðtækninámi í Stokkhólmi. Stofnmeðlimur Frjálsu frelsishreyfingar Eyrarbakka!