Wednesday 13 May 2009

Fór í bíó í gærkvöld. Englar og djöflar, of mikið Stellan Skårsgaard, of lítið Audrey Tautou.
Annars var hún fín, segi ekki meira.

Ojá, pæling dagsins. [Komið ykkur fyrir] Sú hugmynd sem einhverjir virðast hafa á Facebook að ef maður addi/ gerist aðdáandi af nógu mörgum hlutum, málstöðum og dóti geti maður skilgreint sig betur. Skerpt á persónuleika sínum frammi fyrir öllum.
Þetta er sjálfsagt ágætt upp að vissu marki, enda er ég ekki hérna til að gagnrýna einn eða neinn, en þegar hlutir innan aðdáunarhólfsins byrja að stangast eilítið á er spurning hvort þetta sé ekki að verða gott bara.
Svona einsog sígarettur og ýmis hreyfing eða Skari og Múfasa.

Að sjálfsögðu finnast flóknar manneskjur í þessum heimi, en engin kextegund í þessari vídd á eftir að gefa mér betri innsýn inn í sálarlíf þeirra.

Ekki hætta samt. ,,But what is happiness except the simple harmony between a man and the life he leads?" -Albert Camus

Bleik karamelluský!!

No comments:

Post a Comment

Followers

About Me

My photo
Eyrbekkingur/ Ísfirðingur í hljóðtækninámi í Stokkhólmi. Stofnmeðlimur Frjálsu frelsishreyfingar Eyrarbakka!