Wednesday 27 May 2009

Miðvikudagur

Það liggur skeið á þakinu á húsinu á móti mér, veit ekki hvað ég ætti að gera?

Wednesday 20 May 2009

Kobra á Íslandi

Kóbran tekur púlsinn á listalífinu á Íslandi á þessum umbrotatímum!

http://svtplay.se/t/102858/kobra

Góður þáttur. Allir Íslendingarnir tala ensku nema einn.
Veit ekki, kannski er það efni í annað spjall, en ég skammast mín stundum fyrir Íslendinga sem kunna allavega ekki einhverja smá skandinavísku. Algjörlega að ástæðulausu, er ekki að segja að þeir séu eitthvað síðri fyrir vikið. Og það er ábyggilega frekar eðlilegt að svo fáir kunni eitthvað. Kannski finnst mér við bara útundan eða eitthvað. Danskan, sænskan og norskan liggja það nálægt hvort öðru að það er a.m.k. léttara (af því sem ég hef séð/ heyrt) fyrir þessar þjóðir að skilja hvor aðra. En ekki Íslendingar, að undanskildum þeim sem hafa búið í skandinavíu eða lögðu sig virkilega fram í náminu í grunn- og framhaldsskóla.

Ég er að sjálfsögðu bara að tala útfrá mínu eigin hjarta, en af einhverri skrýtinni ástæðu finnst mér einsog það sé skylda hvers Íslendings að tala annað norrænt tungumál, af því að við erum best og ættum þá að geta gert okkur skiljanleg á einhverri norrænunni, ekki álfa-ensku; verh the kar djöst hitted the oðer kar bíkos off oll ðe kláds, jú nóf! Ðe þoka.

Sem er auðvitað fáránlegt, það talar enginn íslensku fyrir utan okkur og nokkra útlenska tungumálaperra.

Enívei! Kóbra!!!


http://svtplay.se/t/102858/kobra

Män som hatar kvinnor!

Frábær mynd, fór á hana í bíó í gærkvöldi. Svolítið dökk á köflum en það er bara gaman! Það var líka afskaplega fínt að sjá almennilega mynd í fyrsta skipti í langann tíma. Og almennileg samtöl. Minnti mig samt á aulahrollinn sem maður fær við áhorf á íslenskar myndir. Enn ekki hjá Svíum, nei.

Því sænskir leikarar segja ekki ,,já" og ,,ha" í tíma og ótíma þegar setningin er búin og þeir eru að bíða eftir mótleikaranum að koma með eitthvað.

Eitt í viðbót, ég gat ekki hætt að hugsa það yfir alla myndina. Karakterinn hennar Noomi Rapace... Goth Detective! hahahaha, æ það á enginn eftir að fatta þetta nema Bóbó!

Farið á 02:05 inn í myndbandið

Wednesday 13 May 2009

Fór í bíó í gærkvöld. Englar og djöflar, of mikið Stellan Skårsgaard, of lítið Audrey Tautou.
Annars var hún fín, segi ekki meira.

Ojá, pæling dagsins. [Komið ykkur fyrir] Sú hugmynd sem einhverjir virðast hafa á Facebook að ef maður addi/ gerist aðdáandi af nógu mörgum hlutum, málstöðum og dóti geti maður skilgreint sig betur. Skerpt á persónuleika sínum frammi fyrir öllum.
Þetta er sjálfsagt ágætt upp að vissu marki, enda er ég ekki hérna til að gagnrýna einn eða neinn, en þegar hlutir innan aðdáunarhólfsins byrja að stangast eilítið á er spurning hvort þetta sé ekki að verða gott bara.
Svona einsog sígarettur og ýmis hreyfing eða Skari og Múfasa.

Að sjálfsögðu finnast flóknar manneskjur í þessum heimi, en engin kextegund í þessari vídd á eftir að gefa mér betri innsýn inn í sálarlíf þeirra.

Ekki hætta samt. ,,But what is happiness except the simple harmony between a man and the life he leads?" -Albert Camus

Bleik karamelluský!!

Tuesday 12 May 2009

Landsbyggðarpúki í útlöndum.

Ég hef nokkrum sinnum á seinustu þremur árum orðið fimm ára aftur.
Þegar ég keyrði inn til Berlínar og í skógargöngu í skógi rétt fyrir utan Norrköping.
Í Berlín voru það byggingarnar. Ég hafði aldrei séð jafn stórar og voldugar byggingar. Í skóginum var það upptalningin á dýrunum sem finnast þar og í Svíþjóð yfir höfuð. Satt að segja varð ég pínu vænisjúkur, bjóst við að villisvín myndi stökkva fram úr runnanum og og byrja að naga á mér lappirnar, kalla svo á vin sinn gaupuna sem kæmi hlaupandi á mig og klóra mig í andlitið.

Heima á Íslandi er ekkert svona! Það sem manni er kennt að vera hræddur við eru hlutir og verur sem mögulega eru ekki til. Grýla, jólaköttur og marbendlar.
Ég varð satt að segja geðveikislega spenntur og fannst veran í skóginum ofboðslega súrrealísk.
Miðað við útlönd er Ísland svo mikið...ekkert.

Í bæði skiptin leit manneskjan sem ég var með á mig einsog ég væri eitthvað vængefinn. Ég flissaði á mig af því að mér fannst þetta svo geðveikt.

Sama henti mig þegar ég var á göngu síðla kvölds í úthverfi í Árósum. "Hvaða tíst er þetta?" spurði ég. "Æ, þetta eru bara leðurblökurnar." Fullkomlega eðlileg setning á íslensku!

"Eru engin lífshættuleg dýr á Íslandi?". "Tja, ef þú tapar í slag við ref, áttu hvort eð er ekki skilið að lifa. Þannig nei."

Flytum inn ísbirni! Án þeirra er Ísland ekkert.

.....

Kling! Gjall í sprautunum.
Tsjigga tsjigg, heyrðist í pilluboxunum.
Og allir fíkniefnaneytendurnir og eiturlyfjasalarnir dönsuðu kónga framundir morgun.

Monday 11 May 2009

Emúinn Tárfinnur

,,Aumingja, aumingja, aumingja ég!"
Snökti hann með sjálfum sér, þarsem hann stóð úti á sandi.
Aldeilis einn í heiminum er, greyjið hann Tárfinnur,
einmana Emúi, strand á Ís-landi.


---------------------------------------------------------------
Finnst svolítið einsog ég sé að missa tökin á íslenskunni. Segir maður ,,aldeilis einn" heima?

Friday 8 May 2009

Emó - Kántrí

Kántrí! Það er skondið fyrirbæri. Ein af, ef ekki sú stærsta, tónlistarstefna í Bandaríkjunum. Kántrí á sér langa sögu, varð til úr samsuðu af Amerískri þjóðlagahefð (Blágras) og blúsi (beygist það svona?).
Kántrí var í byrjun frekar einfalt tónlistarform, oft bara fiðla og/eða gítar. Þriggja hljóma fyrirbæri. En einsog allt annað þróaðist kántrí, blandaðist rokki, poppi, djassi m.a. Og öll vitum við hvað kántrí er í dag. Þúsund milljón "kántrí-stjörnur" sem hljóma (flest)allar eins.
Þeir meiga þó eiga það, Nashville-búar, eða öllu heldur hljóðtæknimennirnir sem taka kántríið upp, að þeir kunna sitt fag. Mörg kántrílög eru sykurhúðuð, hálf sterílt hljóð, ekkert rými fyrir mistök. En þeim tekst oft mjög vel upp, þá aðallega á kassagíturum. Einnig brassið í Baggalútslögunum (það er tekið upp í Nashville), það kreistir fram tár, jafnvel í sterkustu mönnum.
Ég ætla ekkert að fara út í djúpar umræður, né þykist ég vita eitthvað sérstaklega mikið um kántrí.
En eitt þykist ég vita eða ellegar sjá á sjóndeildarhringnum(!)

Tónlistarstefnan sem fólk vill oftast kalla Emo er að fara sömu leið!
Það hefur reyndar þegar gerst. Sveitir einsog Paramore, MCR ofl. eru löngu komnar inn í meginstrauminn. Án þess að gera lítið úr "list" þeirra.

Smá útúrdúr.
Emo, einsog margir vita er stytting á emotional. Það sem flestir vilja kalla emo er í raun tilfinningaþrungið pop/rokk/post-pönk. Orðið emo er í raun ekki hægt að nota bara yfir þessa tegund tónlistar. Nina Simone var t.d. að mínu mati, mjög emo á köflum. Blús er emo, reyndar er næstum öll tónlist emo,Walking on Sunshine er emo, svo lengi sem hún er full af tilfinningum, gleði, sorg ofl. Að vera emo einskorðast ekki við biturleika eða sjálfsvorkun.

Allavega, í byrjun var "emo" költ. Neðanjarðar. Sveitir einsog Indian Summer ofl. Hópur krakka sem sungu söngva um vanlíðan sína. Og þegar tónlistarstefna snýst um eitthvað svona basic einsog einstaka tilfinningu, skil ég vel að hún laði að sér fólk.

Alveg einsog kántrí. Í upphafi var kántrí einungis söngvar um hversu erfitt lífið var/er. Eitthvað sem getur verið mjög auðvelt að tengja við. Aðalpunkturinn í þessu bloggi er að ég tel að emo sé nýja kántríið. Það er reyndar byrjað að gerast og eftir 20 ár býst ég við að emo taki við af kántríi.
Sérstakir vinsældarlistar, emo - vinsældarlistar og þar fram eftir götunum.
Og þá förum við að sjá og heyra af nýjustu Emo-stjörnunum.
Taylor Swift emosins, Garth Brooks emosins (honum hlakka ég til að heyra í).
Svo koma einhverjir nettir dúettar a la Dolly Parton og Kenny Rogers að taka Islands in the Stream.
Get ekki beðið!

Followers

About Me

My photo
Eyrbekkingur/ Ísfirðingur í hljóðtækninámi í Stokkhólmi. Stofnmeðlimur Frjálsu frelsishreyfingar Eyrarbakka!